Formúla 1

Er Leclerc framtíðin hjá Ferrari?

Bragi Þórðarson skrifar
Charles Leclerc.
Charles Leclerc. vísir/getty
Mónakóbúinn Charles Leclerc hefur byrjað Formúlu 1 tímabilið mjög vel með Alfa Romeo Sauber og hefur hann krækt sér í stig bæði í Aserbaísjan og á Spáni.

Leclerc er partur af ungliðastarfi Ferrari og fékk sæti sitt hjá Sauber í gegnum það. Svissneska liðið hefur undanfarin ár notað Ferrari vélar og gerir enn, og er liðið kallað Alfa Romeo sem er systurfélag Ferrari.

Ítalski bílaframleiðandinn hefur því ávalt verið í samstarfi við Sauber, bæði hvað varðar vélar og ökumenn.

Hinn 38 ára gamli Kimi Raikkonen mun að öllum líkindum leggja hanskana á hilluna í lok tímabils og mun þá sæti hjá Ferrari losna.

Hinn tvítugi Leclerc er því svo sannarlega ofarlega á lista sem framtíðarökumaður Ferrari.

Næsta keppni fer fram um næstu helgi í heimalandi Leclerc, Mónakó. Oft hefur það gerst í kappakstrinum að ökumenn hjá botnliðunum nái góðum árangri.

Verður því forvitnilegt að sjá hvað heimamaðurinn gerir á Alfa Romeo Sauber bíl sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×