Erlent

Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er

Birgir Olgeirsson skrifar
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Myndin er tekin á fundi hans og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum.
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Myndin er tekin á fundi hans og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum. Vísir/AFP
Vara utanríkisráðherra Norður Kóreu segir Norður Kóreumenn vera tilbúna hvar og hvenær sem er til að leysa vandamál sín við Bandaríkjamenn. Þetta segir ráðherrann eftir að forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir að ekkert yrði að viðræðum hans við leiðtoga Norður í júní næstkomandi.

Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. Þar sagði hann Norður Kóreumenn afar þakkláta fyrir viðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að koma á þessum viðræðum við Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu.

Sagði utanríkisráðherra þessar tilraunir Trump eiga sér engin fordæmi hjá forverum hans í embætti forseta Bandaríkjanna.

Ráðherrann ítrekaði að Norður Kóreumenn séu reiðubúnir til að leysa málin hvar og hvenær sem er.

Trump sendi Kim Jong Un bréf til Kim Jong Un þar sem hann aflýsti fundi þeirra sem stóð til að halda í Singapúr þann 12. júní næstkomandi.

Trump sagði ástæðuna vera reiði og fjandsemi Norður Kóreu í garð Bandaríkjanna á undanförnum dögum.


Tengdar fréttir

Trump hættur við að hitta Kim

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×