Erlent

Kjörstaðir opnir á Írlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Víða á Írlandi má finna skilti frá báðum fylkingum í fóstureyðingarumræðunni.
Víða á Írlandi má finna skilti frá báðum fylkingum í fóstureyðingarumræðunni. Vísir/Getty
Kjörstaðir hafa nú verið opnaðir á Írlandi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fóstureyðingar í landinu.

Írar ákveða hvort að afnema skuli stjórnarskrárákvæði sem kveður á um bann við fóstureyðingum. Írskar konur mega aðeins fara í fóstureyðingu ef barnsburðurinn er talinn geta dregið þær til dauða. Hins vegar er þeim óheimilt að eyða fóstri sem tilkomið er vegna nauðgunar, sifjaspells eða ef það er alvarlega vanskapað.

Sjá einnig: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum

Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vildu sjá breytingu á áttunda ákvæði stjórnarskrárinnar voru með örugga forystu en bilið á milli hópanna hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær hefur dregið kosningunum. Viðmælandi Guardian segir þannig að ætla megi að mjótt verði á munum þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum.

Mikil spenna hefur umkring kosningaumræðunna á Írlandi og ætla má að hún muni skila sér í góðri kosningaþátttöku. Talið er að um 3.2 milljónir Íra muni mæta á kjörstað og bættust um 100 þúsund nýir kjósendur á kjörskrár í aðdraga kosninganna. Nú þegar hefur fjöldi íbúa eyjanna undan ströndum Írlands gengið til kosninga. Þeir fengu heimild til að greiða fyrr atkvæði til að tryggja að kjörseðlarnir skiluðu sér á leiðarenda áður en kjörstöðunum lokar klukkan 22 í dag.

Talning atkvæða hefst svo í fyrramálið og ætla má að niðurstöður liggi fyrir annað kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×