Fótbolti

Maradona: Verður ekki auðvelt á móti Íslandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego Maradona stýrði Argentínu á HM 2010.
Diego Maradona stýrði Argentínu á HM 2010. vísir/getty
Argentínska fótboltagoðið Diego Maradona hefur stórfelldar áhyggjur af gengi sinna manna á HM 2018 í fótbolta sem hefst eftir 20 daga í Rússlandi.

Argentínska liðið, sem að hann þjálfaði með litlum árangri í tvö ár frá 2008-2010, er í dauðariðlinum með Króatíu, Nígeríu og strákunum okkar sem taka þátt á HM í fyrsta sinn í sögunni.

„Ég er mjög efins. Vonandi gengur þetta vel í riðlakeppninni en við erum í riðli við Íslandi, Nígeríu og Króatíu og það verður ekki auðvelt. Alls ekki auðvelt,“ segir Maradona í viðtali við The Daily Star.

Það verður seint sagt að Maradona sé bjartsýnn fyrir mótið og býst hann ekki við miklu af argentínska liðinu sem honum finnst skorta margt.

„Við erum með reynslulaust lið sem er án leiðtoga og hefur enga leikáætlun. Eins og þetta lítur út fyrir mér erum við að tefla djarft og hreinlega henda þessu frá okkur,“ segir Maradona.

„Svo fékk ég þær fréttir um dagin nað Argentína vill spila taktíkina 2-3-3-2. Það er fáránlegt. Þannig var fótbolti spilaður árið 1930,“ segir hinn síkáti Diego Maradona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×