Innlent

Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi.
Frá Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þetta er í samræmi við nýjustu breytingar Þjóðskrár Íslands á lögheimilisskráningum inn í hreppinn. 

Þar með er hreppsnefndin búin að afmá sextán einstaklinga af kjörskrá en samþykkja tvo, af þeim átján sem komu til rannsóknar vegna gruns um málamyndaflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. 

Þessi eini sem komst inn í gærkvöldi er Hrafn Jökulsson rithöfundur. Honum hafði áður verið hafnað en fékk mál sitt endurupptekið hjá Þjóðskrá.

Málinu er þó ekki lokið. Þannig hafa Þjóðskrá Íslands borist óskir um endurupptöku nokkurra mála, að sögn Ástríðar Jóhannesdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Þjóðskrár, og er stefnt að því að niðurstaða í þeim liggi fyrir síðar í dag. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna má gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×