Viðskipti erlent

Netflix stærra en Disney

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
125 milljón notendur Netflix horfa á 140 milljón klukkustundir af efni á hverjum degi
125 milljón notendur Netflix horfa á 140 milljón klukkustundir af efni á hverjum degi Vísir/Getty

Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. Fyrirtækin eru hvort um sig metin á rúma sextán þúsund milljarða íslenskra króna eða hundrað fimmtíu og þrjá milljarða dollara.

Netflix var stofnað árið 1997 sem vídeóleiga á netinu. Í dag eru skráðir notendur 125 milljónir í öllum löndum heims. Markaðsvirði fyrirtækisins hefur tvöfaldast á undanförnu ári, ekki síst vegna metnaðarfullra áforma í dagskrárgerð. Netflix hefur meðal annars samið við Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og eiginkonu hans Michelle um framleiðslu sjónvarpsþátta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.