Innlent

Vatnavextir gætu hamlað leit í Ölfusá

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá leit í Ölfusá um síðustu helgi.
Frá leit í Ölfusá um síðustu helgi. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að verið sé að skoða það núna hvort menn ætli af stað í leit í kvöld að manni sem fór út í Ölfusá aðfaranótt sunnudags.

Veðurspáin sé síðan þannig að ekki sé útlit fyrir að hægt verði að leita aftur fyrr en á mánudag, en Veðurstofan hefur varað mikilli úrkomu á Suður-og Suðvesturland aðfaranótt 26. maí og út helgina.

„Staðan er þannig að það var síðast leitað á miðvikudag og það er verið að skoða núna hvort menn ætli að fara af stað í kvöld.

Síðan er sennilega ekki gluggi fyrr en á mánudag svona miðað við spá og áætlað vatnsmagn í ánni,“ segir Oddur og vísar í mikla rigningu sem spáð er, leysingar á hálendinu og grugg sem er í ánni.

Spurður út í hvernig leitinni sé háttað og hvar verið sé að leita segir Oddur:

„Leitin fer þannig fram að það er vaðið ánni þar sem er hægt að vaða. Bakkar eru gengnir og það er siglt á ánni þar sem það er hægt. Síðan er leitað með drónum og svo eru svifnökkvar og sæþotur notuð sem eru svona öflugustu tækin og það er mesta yfirferðin í þeim.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×