Innlent

Sex af tólf reyndust hafa verið eldislaxar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum.
Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum. vísir/sigurjón
Sex af þeim tólf löxum sem Hafrannsóknarstofnun tók til rannsóknar síðasta haust eru upprunnir úr eldi. Þetta kemur fram í greiningarskýrslu stofnunarinnar. Í skýrslunni kemur fram að fagaðilar telji að vöktunar sé þörf í ám á eldissvæðum.

Teknar voru ljósmyndir af þeim löxum sem til rannsóknar voru, þeir kyngreindir, mældir og metnir. Erfðagreining staðfesti eldisuppruna þessara sex fiska og náttúrulegan uppruna þeirra sem ekki báru sjáanleg eldiseinkenni.

Árið 2012 hófst fiskeldi í Arnarfirði en síðan hafa milljónir fiska verið aldir í firðinum. Í tilkynningu frá Landssambandi Fiskeldisstöðva segir að eldisfyrirtækin hafi lýst sig fylgjandi vöktunar í ám og hafa boðist til þess að bera kostnað sem af henni hlýst auk þess að hreinsa út hugsanlega eldislaxa sem í ár kynnu að ganga.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×