Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Stjórnarmaður í VR segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann félagsins, hafa hlaupið á sig og sýnt af sér kunnáttuleysi með því að lýsa yfir vantrausti á Forseta ASÍ en mikil ólga er innan stjórnarinnar með vinnubrögð formannsins. Rætt verður við Ingibjörgu  í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður farið yfir nýjustu kannanir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á morgun en oddvitar helstu framboða í Reykjavík munu mætast í kappræðum strax að loknum fréttum kl. 18:55.

Í fréttatímanum ræðum við einnig við hundaeigendur sem segja hunda vera afgangsstærð í kosningunum en eingöngu Píratar eru með ítarlega stefnu varðandi hundahald í borginni. Fjallað verður um kosningar Íra um fóstureyðingar og rætt við réttarsálfræðing sem segir dæmda kynferðisafbrogamenn eiga erfitt með að aðlagast samfélaginu að afplánun lokinni.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×