Enski boltinn

Hughes fékk nýjan samning hjá Southampton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hughes fagnar nýjum þriggja ára samningi.
Hughes fagnar nýjum þriggja ára samningi. vísir/getty
Mark Hughes hefur skrifað undir þriggja ára samning við Southampton og mun því halda áfram eftir að hafa haldið liðinu í úrvalsdeildinni.

Hughes tók við liðinu tímabundið í mars eftir að Mauricio Pellegrino var rekinn. Southampton var þá í bullandi fallbaráttu en bjargaði sér undir stjórn Hughes.

„Nú er mikilvægt að taka allan þann stuðning sem við fengum undir lok síðasta tímabils inn í næsta tímabil,” sagði hinn 54 ára gamli Hughes.

Aðstoðarstjóri Hughes, Mark Bowen, og þjálfari aðalliðsins, Eddi Niedzwiecki skrifuðu undir nýja samninga sem félagið lýsti sem langtímasamning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×