Handbolti

Þrefalt hjá Ester og Selfossi á lokahófi HSÍ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ester sankaði að sér verðlaunum á lokahófi HSÍ í kvöld.
Ester sankaði að sér verðlaunum á lokahófi HSÍ í kvöld. vísir/stefán
Lokahóf HSÍ fór fram í kvöld þar sem voru valdir bestu leikmennirnir, mikilvægustu og þeir efnilegustu í Olís-deild karla og kvenna og einnig Grill-66 deildum karla og kvenna. Einnig voru valdir bestu þjálfararnir á nýafsöðnu tímabili.

Í Olís-deild karla voru Elvar Örn Jónsson, Selfossi, og Ester Óskarsdóttir, ÍBV, kjörnir bestu leikmennirnir en leikmenn deildanna kjósa um besta leikmanninn og þann efnilegasta.

Efnilegustu leikmennirnir komu úr Selfossi og Haukum. Í Olís-deild karla var Haukur Þrastarson valinn bestur en í kvennaflokki var Berta Rut Harðardóttir, Haukum, efnilegust.

Mikilvægustu leikmennirnir voru kosnir af þjálfurum deildarinnar. Í Olís-deild kvenna var valin Ester Óskarsdóttir og í karlaflokki var það Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV. Þjálfarar liðanna kjósa um þennan verðlaunagrip.

Þjálfarar ársins voru þeir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, en Selfoss datt út í undanúrslitaeinvíginu gegn FH. Ágúst Jóhannsson, þjálfari silfurlið Vals, var kosinn þjálfari ársins í Olís-deild kvenna.

Í Grill-66 deild kvenna sankaði meistaralið KA/Þór að sér verðlaunum. Martha Hermannsdóttir var besti leikmaðurinn og Jónatan Magnússon þjálfari ársins.

Karlamegin var það Kristófer Dagur Sigurðsson úr HK sem var valinn bestur og þjálfarinn var Sverre Jakobsson sem stýrði Akureyri upp í deild þeirra bestu á ný.

Öll verðlaun kvöldsins má sjá hér að neðan.

Olís-deild karla:

Bestur: Elvar Örn Jónsson, Selfoss

Efnilegastur: Haukur Þrastarson, Selfoss

Valdimarsbikarinn (mikilvægastur): Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV

Varnarmaður ársins: Alexander Júlíusson, Val

Þjálfari ársins: Patrekur Jóhannesson, Selfoss

Olís-deild kvenna:

Best: Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Efnilegust: Berta Rut Harðardóttir, Haukar

Sigríðarbikarinn (mikilvægust): Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Varnarmaður ársins: Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Þjálfari ársins: Ágúst Jóhannsson, Valur

Grill-66 deild karla:

Bestur: Kristófer Dagur Sigurðsson, HK

Efnilegastur: Dagur Gautason, KA

Þjálfari ársins: Sverre Jakobsson, Akureyri

Grill-66 deild kvenna:

Best: Martha Hermannsdóttir, KA/Þór

Efnilegust: Þóra María Sigurjónsdóttir, Afturelding

Þjálfari ársins: Jónatan Magnússon, KA/Þór




Fleiri fréttir

Sjá meira


×