Viðskipti erlent

Birta upplýsingar um kostaðar auglýsingar

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Facebook hefur mátt sitja undir gagnrýni vegna áhrifa samfélagsmiðilsins á kosningar.
Facebook hefur mátt sitja undir gagnrýni vegna áhrifa samfélagsmiðilsins á kosningar. VÍSIR/AFP

Samfélagsmiðlarisinn Face­book hefur opnað fyrir aðgang að gagnabanka sínum þar sem hægt er að sjá kaupendur kostaðra kosninga- og stjórnmála­auglýsinga.

Í desember á síðasta ári viðurkenndu stjórnendur Facebook að samfélagsmiðillinn hefði birt kostaðar auglýsingar frá rússneskum aðilum sem freistuðu þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.

Nú hefur Facebook opnað fyrrnefndan gagnabanka, sem þó nær aðeins aftur til 7. maí 2018, og innleitt sérstaka merkingu sem mun fylgja keyptum stjórnmála­auglýsingum.

Í tilkynningu frá Facebook segir að fyrirtækið muni ráða hátt í 4.000 manns til að fylgja þessum breytingum eftir og tryggja gagnsæi þegar kostaðar auglýsingar eru annars vegar. Jafnframt mun samfélagsmiðillinn beita gervigreind til að skima fyrir auglýsingum sem ekki eru merktar kaupanda.

Í frétt The Guardian um gagnagrunninn er bent á að Facebook-síða forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur keypt þúsundir auglýsinga á síðustu vikum. 

„Þessar nýjungar munu ekki laga allt það sem betur má fara,“ sagði Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, í yfirlýsingu. „En þær munu gera þeim erfitt fyrir sem vilja leika sama leik og Rússarnir gerðu í aðdraganda kosninganna árið 2016.“


Tengdar fréttir

Segja Facebook stunda persónunjósnir

Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.