Erlent

Bandarískum „gísl“ sleppt í Venesúela

Samúel Karl Ólason skrifar
Laurie Holt, móðir Joshua.
Laurie Holt, móðir Joshua. Vísir/AP
Bandaríkjamanninum Joshua Holt og eiginkonu hans Thamy hefur verið sleppt úr haldi í Venesúela þar sem þau höfðu setið í fangelsi í tvö ár. Þau voru sakfelld fyrir vopnaburð árið 2016 en yfirvöld Bandaríkjanna segja hann í raun hafa verið í gíslingu í Venesúela. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á Twitter í dag að hjónunum hefði verið sleppt úr haldi og sagði von á þeim til Bandaríkjanna í dag.

Þingmaðurinn Orrin Hatch sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hann sagði að tveggja ára vinna hefði nú skilað sér. Þingmaðurinn Bob Corker fór til Venesúela í gær þar sem hann ræddi við Nicolás Maduro, forseta landsins.

Hjónin höfðu ferðast til Venesúela til þess að giftast Thamy, en þau eru bæði mormónar, en þau voru handtekin eftir að lögreglan hélt því fram að Joshua hefði verið að safna skotvopnum í Venesúela. Thamy ætlaði að flytjast til Bandaríkjanna með Joshua og fjölskyldu sinni.

Joshua hafði sett inn færslu á Facebook nýverið þar sem hann bað um hjálp. Hann sagði „þá“ vilja myrða sig og mála veggi fangelsisins sem hann sat í í Caracas með blóði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×