Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir úrslit sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara í dag að einhverju leyti ráðast af kjörsókn unga fólksins. Í fréttum Stöðvar tvö verður rætt við hann og nýjustu tölur um kjörsókn birtar.

Þar ræðum við líka við unga kjósendur, sem segja áhuga stjórnmálamanna á málefnum ungs fólks allt of lítinn nema rétt fyrir kosningar. Þá kíkjum við í kosningakaffi framboðanna og ræðum við grunnskólabörn um kosningarnar, svo eitthvað sé nefnt. Fréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá klukkan 18.30.

Klukkan fimm mínútur í tíu hefst síðan kosningavaka Stöðvar 2 þar sem við hittum formenn flokka og oddvita framboða, kíkjum á kosningavökur og fáum nýjustu tölur beint í æð. Kosningavakan verður að sjálfsögðu einnig í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×