Innlent

L-listinn að taka mann af Sjöllum á Akureyri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halla Björk Reynisdóttir er oddviti L-listans. Hún minnir á að kvöldið er ungt.
Halla Björk Reynisdóttir er oddviti L-listans. Hún minnir á að kvöldið er ungt.
Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, var í góðum gír þegar blaðamaður náði á hana í Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem talning fer fram. L-listinn bætir við sig manni frá síðustu kosningum miðað við fyrstu tölur og stelur honum frá Sjálfstæðisflokknum ef svo má segja.

„Þetta er framar okkar björtustu vonum. En kvöldið er ungt og allt getur gerst,“ segir Halla.

11 menn skipa bæjarstjórn á Akureyri. Samkvæmt fyrstu tölum, þegar um þriðjungur atkvæða hefur verið talinn, fær L-listinn þrjá menn, Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fær tvo menn og Vinstri græn og Miðflokkurinn einn fulltrúa.

Meirihluti Framsóknar, L-lista og Samfylkingarinnar heldur velli samkvæmt þessu með sjö fulltrúa gegn fjórum.

Halla segist þakka góðu starfi L-listans og frambærilegu fólki á listanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×