Innlent

Loka­tölur frá Akra­nesi: Mynda þarf nýjan meiri­hluta á Skaganum

Bjarki Ármannsson skrifar
Þetta eru kjörnir fulltrúar á Akranesi.
Þetta eru kjörnir fulltrúar á Akranesi. Vísir/Gvendur
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi með 41,4 prósent atkvæða og fær fjóra menn kjörna af níu. Samfylkingin fær 31,2 prósent og þrjá bæjarfulltrúa og Framsóknarflokkurinn 21,8 prósent og tvo bæjarfulltrúa. Miðflokkurinn hlýtur 5,7 prósent og nær ekki inn manni.

Sjálfstæðisflokkurinn missir þannig einn bæjarfulltrúa frá því á síðasta kjörtímabili. Flokkurinn hefur setið í meirihluta undanfarin fjögur ár ásamt Bjartri framtíð, sem bauð ekki fram að þessu sinni. Það var því ljóst að meirihlutinn myndi ekki starfa áfram.

Lokatölur frá Akranesi.
Sjálfstæðismenn hefðu þó getað náð hreinum meirihluta, en það tókst ekki. Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi og oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist fyrr í kvöld vongóð um að ná að mynda meirihluta með öðrum flokki á næsta kjörtímabili þó fimmti maðurinn næðist ekki. 

Bæjarstjórnin lítur því svona út: 

1 D Rakel Óskarsdóttir     

2 S Valgarður Lyngdal Jónsson     

3 B Elsa Lára Arnardóttir     

4 D Sandra Margrét Sigurjónsdóttir     

5 S Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir     

6 D Einar Brandsson 

7 B Ragnar Baldvin Sæmundsson     

8 S Bára Daðadóttir     

9 D Ólafur Guðmundur Adolfsson    

Kjörsókn á Akranesi var 69,1 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Akranesi en náði ekki hreinum meirihluta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×