Innlent

Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann

Bjarki Ármannsson skrifar
Kjörsókn á Ísafirði var 73,8 prósent. Enginn bæjarbúi skilaði auðu.
Kjörsókn á Ísafirði var 73,8 prósent. Enginn bæjarbúi skilaði auðu. Vísir/Pjetur
Í-listinn er áfram stærstur á Ísafirði, og tapar bara einu prósentustigi frá síðustu kosningum, en missir þó einn bæjarfulltrúa og situr eftir með fjóra. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum þremur mönnum en Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum og er þá með tvo.

Í-listinn er þannig ekki lengur með hreinan meirihluta og gæti endað í minnihluta, myndi Sjálfstæðismenn og Framsókn saman bæjarstjórn.

Í-listinn hlaut alls 43 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkurinn 34,6 prósent og Framsókn 22,4 prósent.

Lokatölur frá Ísafirði.
Kjörsókn á Ísafirði var 73,8 prósent. Enginn bæjarbúi skilaði auðu. 

Ný bæjarstjórn lítur svona út:

1 Í Arna Lára Jónsdóttir  

2 D Daníel Jakobsson   

3 B Marzellíus Sveinbjörnsson 

4 Í  Aron Guðmundsson  

5 D Hafdís Gunnarsdóttir   

6 Í  Nanný Arna Guðmundsdóttir    

7 D Sif Huld Albertsdóttir    

8 B Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir     

9 Í Sigurður J. Hreinsson 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×