Innlent

Loka­tölur úr Fjarða­byggð: Meiri­hlutinn fallinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þetta eru kjörnir fulltrúar í Fjarðabyggð.
Þetta eru kjörnir fulltrúar í Fjarðabyggð. Vísir/Gvendur
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn tapa hvort um sig manni til Fjarðalistans og Miðflokksins en lokatölur hafa verið birtar í Fjarðabyggð. 2373 atkvæði voru greidd í sveitarfélaginu og var kjörsókn tæplega 72 prósent. 75 atkvæði voru auð eða ógild.

Framsóknarflokkur hlaut 542 atkvæði eða 23,6 prósent, Sjálfstæðisflokkur hlaut 587 atkvæði eða 25,5 prósent og Fjarðalistinn hlaut 783 atkvæði eða 34,1 prósent. Miðflokkurinn, sem bauð fram í fyrsta skipti, hlaut 386 atkvæði eða 16,8 prósent og náði inn einum manni.

Níu eru í bæjarstjórn. Fjarðalistinn fékk fjóra fulltrúa, Framsóknarflokkur tvo, Sjálfstæðisflokkur tvo og Miðflokkurinn einn. Meirihlutinn er fallinn.

Svona líta lokatölurnar út.
Nýir bæjarfulltrúar

1 L Eydís Ásbjörnsdóttir 

2 D Jens Garðar Helgason 

3 B Jón Björn Hákonarson 

4 L Sigurður Ólafsson 

5 M Rúnar Már Gunnarsson 

6 D Dýrunn Pála Skaftadóttir 

7 B Pálína Margeirsdóttir 

8 L Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir 

9 L Einar Már Sigurðarson

Rótgrónir flokkar missa fulltrúa til nýrri flokka í Fjarðabyggð.Vísir/Hjalti

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×