Lífið

Twitter-grín á kosninganótt: „Fyrstu tölur frá Flórída“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Björn Davíðsson var sumarlegur í kosningasjónvarpi RÚV í gærkvöldi.
Björn Davíðsson var sumarlegur í kosningasjónvarpi RÚV í gærkvöldi. Skjáskot/RÚV
Nýyfirstaðnar sveitastjórnarkosningar voru áberandi á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og inn í kosninganóttina. Óumdeildur senuþjófur kvöldsins var Björn Davíðsson, fulltrúi í yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar, sem las upp kosningatölur í fyrir bæinn í sjónvarpinu í gær.

Klæðaburður Björns vakti sérstaka athygli en hann var íklæddur sumarlegri skyrtu með litríku mynstri. Laufum skreytta sjónvarpsskyrtan var þó ekki sú eina sinnar tegundar í klæðaskáp Björns en hann vippaði sér í aðra þegar leið á kvöldið. Netverjar höfðu bersýnilega gaman af og voru tíst gærkvöldsins mörg tileinkuð Birni.

Þá voru tístin á kosninganótt einnig almenns eðlis. Margir ræddu frammistöðu Boga Ágústssonar, sem stóð kosningavaktina á RÚV eins og fyrri ár, og þá minntust aðrir eftirminnilegra atvika úr fyrri kosningum.

Hér að neðan má svo sjá öll tíst sem birtast undir myllumerkinu #kosningar en þar kennir ýmissa grasa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×