Erlent

Gríðarlegur eldur í þýskum skemmtigarði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Um 25 þúsund manns voru í garðinum þegar eldurinn kom upp.
Um 25 þúsund manns voru í garðinum þegar eldurinn kom upp. vísir/afp
Einn rússíbani eyðilagðist og fjölmörg önnur leiktæki skemmdust þegar mikill eldur kom upp í stærsta skemmtigarði Þýskalands.

Europa Park er næst vinsælasti skemmtigarður Evrópu og talið er að um 25 þúsund manns hafi verið í garðinum á laugardaginn þegar eldurinn braust út. Eldsupptök eru ókunn.

Eldhafið var gríðarlegt og voru um 250 slökkviliðsmenn sendir á vettvang. Nokkrir í röðum þeirra hlutu smávægileg meiðsl en gestir garðsins eru sagðir hafa sloppið óskaddaðir.

Garðurinn hefur verið opnaður á ný en svæðið sem varð verst úti í brunanum er enn girt af meðan unnið er að viðgerðum.

Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×