Innlent

Tuttugu stiga hiti í vikunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Svona verður um að litast á landinu í hádeginu í dag.
Svona verður um að litast á landinu í hádeginu í dag. Veðurstofan

Sólardýrkendur þurfa ekki að örvænta þó veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska síðkastið. Dálítill hæðarhryggur nálgast nú óðfluga og mun hann ráða veðrinu á landinu í dag.

Það þýðir að vindinn lægir og það styttir upp. Síðdegis verður fremur hæg breytileg átt og bjart á köflum. „Með öðrum orðum: á einhverjum tímapunkti ættu allir landsmenn að sjá til sólar í dag,“ eins og veðurfræðingur orðar það á vef Veðurstofunnar. Hitinn verður á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast austast.

Lægð á Grænlandshafi í samvinnu við hæð austur af landi mun síðan orsaka suðaustanátt á landinu á morgun. Vindur verður „óþarflega stífur“ vestanlands og gætu orðið nokkuð snarpar vindhviður við fjöll á Faxaflóasvæðinu og á Snæfellsnesi og varasamt að vera á ferðinni með létta aftanívagna.

Lægð morgundagsins mun þó ekki ná að senda úrkomusvæði sitt almennilega inn á land og því mun væntanlega aðeins rigna að ráði með suðvestur- og vesturströndinni.

Á Norður- og Austurlandi verður bjart í sunnanáttinni á morgun og einnig hlýtt, mögulega rofnar 20 stiga múrinn. Gerist það ekki á morgun, er líkegt að það náist á miðvikudaginn, því þá verður áfram hlýtt um landið norðaustanvert.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðaustan 10-15 m/s suðvestan- og vestanlands, skýjað og rigning við ströndina. Suðaustan 5-10 annars staðar og yfirleitt léttskýjað. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi. 

Á miðvikudag:
Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig. 

Á fimmtudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 15 stig. 

Á föstudag:
Vestlæg eða breytileg átt og rigning eða súld um tíma í flestum landshlutum. Kólnar heldur í bili. 

Á laugardag og sunnudag (sjómannadagurinn):
Útlit fyrir áframhaldandi vestlæga átt. Skýjað og sums staðar þokuloft suðvestan- og vestanlands, en bjart með köflum annars staðar. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á austanverðu landinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.