Handbolti

Handbolta-Messi fór hamförum | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego Simonet með verðlaunin fyrir að vera besti leikmaður úrslitahelgarinnar.
Diego Simonet með verðlaunin fyrir að vera besti leikmaður úrslitahelgarinnar. vísir/getty
Franska liðið Montpellier hafði betur í frönskum úrslitaleik gegn Nantes í Meistaradeildarinnar í handbolta og stóð uppi sem sigurvegari í annað sinn í sögu félagsins.

Þrátt fyrir endalausa peningaeyðslu Paris-Saint Germain gengur liðinu ekkert að vinna Meistaradeildina en franskt lið hafði ekki unnið keppnina síðan að Montpellier gerði það síðast árið 2003.

Í liði meistaranna er lítil og snaggaraleg vinstri skytta frá Argentínu sem heitir Diego Simonet. Hann varð í gær fyrsti handboltamaðurinn frá Suður-Ameríku sem vinnur Meistaradeildina.

Ekki nóg með að vera fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn sem vinnur Meistaradeiildina þá var hann einnig útnefndur besti leikmaður úrslitahelgarinnar þannig svo sannarlega sögulegur dagur fyrir Argentínumanninn.

Simonet, sem er 28 ára gamall, er ótrúlega flinkur handboltamaður og stundum kallaður „Handbolta-Messi“ vegna tilþrifanna sem að hann býður upp á. Dæmi um þau má sjá í myndböndunum hér að neðan.

Simonet tryggði Montpellier meðal annars farseðilinn í úrslitaleikinn með því að skora sigurmarkið á móti ríkjandi meisturum RK Vardar þegar að rétt rúm hálf mínúta var eftir.

Handboltaáhugamenn kannast kannski við Simonet-nafnið en þeir eru ekki nema þrír bræðurnir; Diego, Pablo og Sebastián. Allir hafa spilað fyrir argentínska landsliðið en Ísland mætti Argentínu í tveimur vináttuleikjum fyrir Ólympíuleikana í London og svo aftur á leikunum sjálfum.

Hér að neðan má sjá það besta frá handbolta-Messi um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×