Erlent

Alberto varð tveimur fréttamönnum að bana

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fréttamennirnir tveir voru á fertugsaldri.
Fréttamennirnir tveir voru á fertugsaldri. Mynd/WYFF
Tveir fréttamenn bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar WYFF létust þegar tré féll á bíl þeirra. Voru þeir á ferð um Norður-Karólínu að fjalla um storminn Alberto sem valdið hefur töluverðum usla í Bandaríkjunum. BBC greinir frá.

Mennirnir tveir, Mike McCormick og Aaron Smeltzer, voru á fertugsaldri og höfðu nýlokið við viðtal við slökkviliðsstjórann Geoff Tennant. Voru þeir skammt á veg komnir þegar tréið fauk á bíl þeirra með þeim afleiðingum að þeir létust.

Tók Tennant sjálfur á móti símtalinu frá þeim sem hringdi til þess að láta vita af slysinu.

Alberto náði landi í Flórída í gær en þúsundur höfðu flúið heimili sín vegna stormsins. Miklar rigningar fylgja óveðrinu og talið er losnað hafi um tréið sem skall á bíl fréttamannanna vegna votviðrisins.

McCormick starfaði sem fréttamaður og þulur á sjónvarpsstöðinni og Smeltzer var ljósmyndari, en hér að neðan má sjá minningarmyndband sem samstarfsfélagar þeirra á sjónvarpsstöðinni gerðu um þá tvo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×