Lífið

Dr. Dre vill neðanjarðarbyrgi og öryggisvegg í kringum milljarða villu sína í L.A.

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dr. Dre efnaðist gríðarlega þegar hann seldi fyrirtæki sitt Beats.
Dr. Dre efnaðist gríðarlega þegar hann seldi fyrirtæki sitt Beats.
Tónlistar- og athafnarmaðurinn Dr. Dre ætlar sér að koma fyrir heljarinnar neðanjarðarbyrgi við eign sína í Los Angeles.

Þetta kemur fram á vef TMZ en hann hefur fengið leyfi fyrir neðanjarðarbyrginu á svæðinu og kemur það fram í leyfisbréfi hjá Los Angeles borg.

Í frétt TMZ kemur fram að þar verði fullbúið neðanjarðarbyrgi og hljóðver. Hann hefur einnig fengið byggingarleyfi til að reisa sérstakan öryggisvegg í kringum eignina.

Rapparinn sótti um öll leyfi fyrir nokkrum árum og fékk þau samþykkt fyrr í þessum mánuði.

Landsvæði Dr. Dre er 1,7 hektarar að stærð og verður svæðið vel afgirt en eignin er staðsett í Brentwood.

Í húsinu er fullbúin líkamsræktarstöð, sjö eldstæði, eldhús utandyra og allt í hæsta gæðaflokki þegar kemur að innréttingum og búnaði.

Rapparinn keypti húsið af NFL-stjörnunni Tom Brady og ofurfyrirsætunni Gisele, en hann keypti eignina á 40 milljónir dollara eða því sem samsvarar 4,2 milljarða íslenskra króna.

Hér má sjá myndir af húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×