Körfubolti

Sjáðu múrsteinahleðslu Rockets á 88 sekúndum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aðeins tvö af þrettán þriggja stiga skotum James Harden fóru ofan í körfuna.
Aðeins tvö af þrettán þriggja stiga skotum James Harden fóru ofan í körfuna. vísir/getty
Houston Rockets setti vafasamt met í NBA-deildinni í nótt er liðið klúðraði 27 þriggja stiga skotum í röð. Aldrei hefur annað eins sést í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi.

Rockets var þá að spila oddaleik við meistara Golden State Warriors um hvort liðið kæmist í úrslitarimmu deildarinnar gegn Cleveland Cavaliers.

Liðið hitti vel til að byrja með en svo kom þessi hrikalega 27 skota hrina þar sem boltinn vildi ekki ofan í körfuna. Þeir köstuðu eintómum múrsteinum upp í loftið. Þetta eru menn sem eru með milljónir á mánuði og æfa að kasta boltanum í körfuna marga klukkutíma á dag. Ævintýralegt.

Houston endaði á því að taka 44 þriggja stiga skot í leiknum og aðeins sjö fóru ofan í. Það gerir um 16 prósenta skotnýting fyrir utan línuna.

Múrsteinahleðsluna ógurlega má sjá hér að neðan.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×