Golf

Ólafía hefur leik á opna bandaríska á morgun

Þorsteinn Hallgrímsson skrifar
Ólafía ræðir málin í rigningunni í Alabama
Ólafía ræðir málin í rigningunni í Alabama vísir/friðrik

Sjötugasta og þriðja US Womens Open meistaramótið hefst á morgun, fimmtudag, og þar verður Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á meðal þátttakenda. Með þessu móti þá líkur Ólafía við hringinn sem hún byrjaði á árið 2017 að leika á öllum risamótunum fimm.

Hér á Shoal Creek vellinum í Alabama fylki í Bandaríkjunum hefur ástandið verið betra. Völlurinn er á floti eftir miklar rigningar sem hafa fylgt hitabeltisstorminum Alberto sem gengið hefur yfir fylkið síðustu daga með mikilli úrkomu. Í gær, þriðjudag, fengu leikmenn ekki að leika æfingahring á vellinum sökum vinds og mikillar úrkomu.

Einungis eftir klukkan 15:00 á staðartíma í gær fengu leikmenn leyfi til að nota æfingarsvæðið til að halda sér í formi.

Ólafía Þórunn á bókaðan rástíma í æfingahring í dag klukkan 08:19 á 10.teig og vonandi verður ástandið á Shoal Creek vellinum þannig að hægt verði að leika völlinn vegna mikillar bleytu.

Ólafía á æfingasvæðinu vísir/friðrik


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.