Körfubolti

Celtics í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar

Einar Sigurvinsson skrifar
Jayson Tatum skoraði sigurkörfuna í nótt.
Jayson Tatum skoraði sigurkörfuna í nótt. vísir/getty

Boston Celtics vann tveggja stiga sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Leikurinn fór 114-112 fyrir Celtics sem vann einvígið við 76ers 4-1. Celtics tryggði sér því sæti í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar þar sem liðið mætir Cleveland Cavaliers.

Jayson Tatum var stigahæstur í liði Celtics með 25 stig en hann skoraði einnig sigurkörfu leiksins þegar aðeins 22 sekúkundur voru eftir af leiknum.

Í liði 76ers voru Dario Saric og Joel Embiid stigahæstir með 27 stig hvor.

Fyrsti leikur Boston Celtics og Cleveland Cavaliers fer fram næsta sunnudag.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.