Innlent

Væta og jafnvel næturfrost

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sumarið lætur aðeins bíða eftir sér.
Sumarið lætur aðeins bíða eftir sér. VÍSIR/EYÞÓR

Austlægar áttir verða ríkjandi yfir Íslandi næstu daga. Þeim munu fylgja rigning í dag sem einkum verður bundin við sunnan- og austanvert landið. Búast má því að rigningin verði orðin nokkuð bundin við suðausturhornið þegar líða fer á kvöldið.

Hitinn verður víða 8 til 12 stig að deginum en þó verður eitthvað svalara norðvestantil, einkum á norðanverðum Vestfjörðum. Ef léttir til og vindur verður mjög hægur gæti náð að frysta að næturlagi.

Að sögn Veðurstofunnar eru svo líkur á skúrum sunnan- og suðvestanlands á morgun. Áfram gæti verið blautt austanlands. Annars staðar á landinu ætti þó að haldast nokkuð þurrt.

Það er svo útlit fyrir að áfram verði þurrt á Norðurlandi á sunnudag en að búast megi við einnhverri vætu af og til syðra.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil rigning SA-til en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 6 til 14 stig, svalast á Vestfjörðum. 

Á sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, skýjað á köflum og víða þurrt. Hiti 8 til 14 stig. 

Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Rigning á köflum um landið A-vert, en annars þurrt. Hiti breytist lítið. 

Á þriðjudag:
Austlæg átt, 5-10. Rigning með köflum sunnantil á landinu en bjartviðri fyrir norðan. Hiti 6 til 13 stig. 

Á miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt og víða dálítil væta. Heldur svalara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.