Fótbolti

Hvert ertu að fara, herra Finnbogason?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hvert ertu að fara?
Hvert ertu að fara? mynd/bild

Alfreð Finnbogason gæti verið á förum frá þýska liðinu Augsburg í sumar en íslenski framherjinn er eftirsóttur eftir frábært tímabil.

Þrátt fyrir að missa af ellefu leikjum vegna meiðsla skoraði Alfreð tólf mörk í 21 leik, þar af tvær þrennur á móti Köln og Freiburg.

Frammistaða hans á tímabilinu varð til þess að íslenski landsliðsmaðurinn er tilnefndur sem besti sóknarmaður deildarinnar ásamt markakóngnum Robert Lewandowski, Michy Batshuayi, Timo Werner, Nils Petersen og Sebastien Haller.


Þýska íþróttablaðið Bild lék sér aðeins með framtíð Alfreðs og teiknaði hann upp í treyju fjögurra liða með fyrirsögninni: „Hvert ertu að fara, herra Finnbogason?“

Liðin eru Augsburg, Wolfsburg, Hoffenheim og enska úrvalsdeildarliðið Leicester. Alfreð hefur áður verið orðaður við þýsku liðin en aldrei við Leicester.

„Blá treyjan er svipuð og íslenska landsliðsstreyjan. Ég er ánægður með það. En, mér líður vel í þýsku deildinni. Ég hef fundið mig hér og sé mig halda hér áfram næstu árin,“ segir Alfreð við Bild sem spurði hann út í þessar pælingar sínar.

Alfreð er búinn að vera hálft þriðja tímabil hjá Augsburg eftir komu sína í janúar 2015 en hann hefur ekki verið jafnlengi hjá einu liði síðan að hann yfirgaf Breiðablik árið 2010.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.