Golf

Sex deila forystunni á Players | Tiger á pari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dustin Johnson slær teighöggið á sautjándu holu í gær.
Dustin Johnson slær teighöggið á sautjándu holu í gær. Getty

Sex kylfingar deila forystunni eftir fyrsta keppnishring Players-mótsins í golfi sem hófst í gær. Tiger Woods er á meðal keppenda en hann lék á pari vallarins í gær, þrátt fyrir að hafa fengið örn á níundu holu.

Þeir sem eru á forystunni á sex höggum undir pari eru Dustin Johnson, Chesson Hadley, Matt Kuchar, Webb Simpson, Patrick Cantley - allir Bandaríkjamenn - sem og Svíinn Alex Noren.

Johnson spilaði frábærlega á fyrri níu í gær og fékk fimm fugla. Meistari síðasta árs, Kim Si-woo frá Suður-Kóreu, er svo höggi á eftir á fimm undir pari.

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er á einu undir pari í 55. sæti ásamt fjölda annarra kylfinga og Woods er á pari sem fyrr segir í kringum 70. sætið. Hvorugur hefur því efni á að slaka á fyrir niðurskurðinn sem fer fram í lok annars keppnisdags.

Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17.00 á Golfstöðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.