Golf

Tapaði Mickelson veðmáli?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá Mickelson í skyrtunni umdeildu.
Hér má sjá Mickelson í skyrtunni umdeildu. vísir/getty

Phil Mickelson gat ekkert á Players-meistaramótinu í gær en þrátt fyrir það er lítið talað um spilamennsku hans. Það eru allir að tala um klæðnaðinn sem hann var í.

Kylfingar klæðast nær eingöngu póló-bolum í heitu veðri á völlunum en Mickelson var mættur í fínni skyrtu. Svona eins og hann væri nýkominn úr barnaafmæli.

Mickelson kom í hús á 79 höggum og er með neðstu mönnum. Hörmuleg spilamennska. Margir vildu kenna skyrtunni um þessa spilamennsku.

Eins og sjá má í frábærum Twitter-þræði hér að neðan voru skemmtilegar ágiskanir af hverju í ósköpunum hann væri í skyrtu á vellinum.

Hið sanna er að Mickelson er kominn á samning hjá skyrtuframleiðanda og mun spila oft í þessum skyrtum. Í viðtali við ESPN sagðist hann vilja setja tóninn í tískumálunum. Okei.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.