Lífið

Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell

Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar
Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 

Í Júrógarðinum í dag fær Stefán Árni til sín góðan gest, en það er trommarinn Gunnar Leó Pálsson sem var í bakraddarsveit Ara Ólafssonar í laginu Our Choice. Þetta er í raun fyrsta giggið hjá Gunnari sem bakrödd og byrjaði hann á því að syngja fyrir framan 300 milljónir í sjónvarpi. 

Gunnar Leó hitti stórleikarann Will Ferrel á bláa dreglinum á dögunum og fékk mynd af þeim félögum saman. Sagan á bakvið þann hitting er frábær. 

Umsjónarmaður þáttarins er Stefán Árni Pálsson sem er staddur út í Lissabon. Hann fær til sín góða gesti í heimsókn á hverjum degi.

Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Lissabon. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina.

Fínir saman þeir Ferrell og Gunnar Leó.

Tengdar fréttir

Júrógarðurinn: Sérfræðingar spá í spilin

Ari Ólafsson kemur fram á dómararennslinu í Eurovision í Lissabon í kvöld en hann gekk bláa dregilinn við MAAT listasafnið í borginni í gær og síðan er komið að stóru stundinni annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×