Viðskipti erlent

Bein útsending: SpaceX sendir Bangabandhu út í geim

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Falcon 9 eldflaug SpaceX.
Falcon 9 eldflaug SpaceX. SpaceX
SpaceX mun reyna að skjóta Bangabandhu gervitungli á loft frá Nasa Kennedy Space Center í Flórída í kvöld.

Gert er ráð fyrir því að geimskotið hefjist um klukkan 20:14 að íslenskum tíma. Takist ekki að skjóta gervitunglinu á loft verður gerð önnur tilraun annað kvöld klukkan 20:15.

Gervitunglið verður það fyrsta sem mun nýta sér Falcon 9 Block 5, nýjustu uppfærslu Falcon 9 eldflaugarinnar.

Beina útsendingu frá skotinu má sjá hér að neðan. Útsendingin hefst um fimmtán mínútum fyrir flugtak.


Tengdar fréttir

Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag

Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×