Formúla 1

Hamilton á ráspól í Barcelona

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hamilton verður í bestu stöðu þegar ræst verður í hádeginu á morgun
Hamilton verður í bestu stöðu þegar ræst verður í hádeginu á morgun Vísir/Getty

Lewis Hamilton verður á ráspól þegar kappaksturinn í Barcelona í Formúlu 1 verður ræstur á morgun. Hamilton var fljótastur í tímatökunni í dag.

Ferrari mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru með bestu tímana fyrir síðasta hluta tímatökunnar. Þar átti Bretinn Hamilton hins vegar tvo frábæra hringi og keyrði brautina á 1:16,173 sem er nýtt brautarmet.

Liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas, ræsir í öðru sæti og Ferrari bílarnir koma þar á eftir, Vettel í þriðja og Raikkonen í fjórða. Þetta er þriðja árið í röð sem Hamilton nær ráspól í Barcelona.

Heimamaðurinn Fernando Alonso kom McLaren í síðasta hluta tímatökunnar í fyrsta skipti í ár en hann lauk keppni í áttunda sæti.

Max Verstappen og Daniel Ricciardo á Red Bull ræsa í fimmta og sjötta sæti.

Kappaksturinn á morgun er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 12:40.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.