Handbolti

Ari Freyr með stoðsendingu í mikilvægum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ari Freyr kemur heitur inn á HM.
Ari Freyr kemur heitur inn á HM. vísir/getty

Ari Freyr Skúlason lagði upp fjórða mark Lokeren er liðið vann 4-2 sigur á KFCO Beerschot-Wilrijk í úrslitakeppni belgísku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Lokeren var komið í 2-0 eftir tíu mínútur en KFCO Beerschot-Wilrijk jafnaði í upphafi fyrri hálfleiks. Áður en yfir lauk skoruðu Lokeren tvö mörk og það síðasta eftir undirbúning Ara.

Ari nældi sér einnig í gult spjald en sigurinn tryggir Lokeren sæti í umspili um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Liðið keppir þar meðal annars við Zulte-Waregem um Evrópusæti á næstu leiktíð.

Ari verður að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum á HM í Rússlandi í sumar en hann spilaði allan leikinn fyrir Lokeren í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.