Körfubolti

Martin maður leiksins í dramatískum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leik í Frakklandi.
Martin í leik í Frakklandi. vísir/getty

Martin Hermannsson var valinn maður leiksins er  Châlons-Reims vann þriggja stiga sigur, 87-84, á Bourg-en-Bresse í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Châlons-Reims var fjórum stigum undir er rúm mínúta var eftir en náði að snúa leiknum sér í vil áður en leikurinn var allur.

Martin átti glæsilegan leik fyrir Châlons-Reims. Hann skoraði nítján stig og tók þar að auki sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var með nítján framlagspunkta. Magnaður.

Châlons-Reims er í fjórtánda sæti deildarinnar með 28 stig, sex stigum fyrir ofan fallsætin en stærri lið hafa borið víurnar í Martin undanfarna daga og vikur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.