Handbolti

Óðinn með eitt af mörkum ársins í Eyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði algjörlega stórglæsilegt mark í fyrsta leik ÍBV og FH í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en leikið var í Eyjum í dag.

Eyjamenn höfðu betur, 32-26, en eftir fyrri hálfleikinn leiddi FH. Það var að hluta til vegna stórkostlegrar frammistöðu Óðins Þórs í horninu en hann skoraði hvert markið á fætur öðrum.

Eitt marka Óðins var þó sérstaklega glæsilegt en hann kom FH í 9-8 eftir rúman stundarfjórðung með marki úr hraðaupphlaupi. Algjörlega frábært mark.

Sjón er sögu ríkari en markið má sjá hér að ofan. Liðin mætast í leik númer tvö í Kaplakrika á þriðjudag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.