Handbolti

Ragnar markahæstur í jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rúnar Kárason
Rúnar Kárason vísir/getty
Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ragnar Jóhannsson og félagar í Huttenberg fengu Lemgo í heimsókn og lauk leiknum með jafntefli, 24-24. Ragnar var markahæstur í liði Huttenberg með fimm mörk úr tólf skotum.

Huttenberg í fallsæti, stigi frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.

Rúnar Kárason lék með Hannover Burgdorf sem vann stórsigur á Eulen Ludwigshafen, 33-23. Rúnar komst ekki á blað í markaskorun þrátt fyrir fimm tilraunir.

Rúnar og félagar í fínum málum í 6.sæti deildarinnar.

Á sama tíma steinlágu lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen fyrir Melsungen á útivelli. Lokatölur 32-21. Erlangen búið að tryggja veru sína í efstu deild en liðið er í 13.sæti af 18 liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×