Handbolti

Ragnar markahæstur í jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rúnar Kárason
Rúnar Kárason vísir/getty

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ragnar Jóhannsson og félagar í Huttenberg fengu Lemgo í heimsókn og lauk leiknum með jafntefli, 24-24. Ragnar var markahæstur í liði Huttenberg með fimm mörk úr tólf skotum.

Huttenberg í fallsæti, stigi frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.
Rúnar Kárason lék með Hannover Burgdorf sem vann stórsigur á Eulen Ludwigshafen, 33-23. Rúnar komst ekki á blað í markaskorun þrátt fyrir fimm tilraunir.

Rúnar og félagar í fínum málum í 6.sæti deildarinnar.

Á sama tíma steinlágu lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen fyrir Melsungen á útivelli. Lokatölur 32-21. Erlangen búið að tryggja veru sína í efstu deild en liðið er í 13.sæti af 18 liðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.