Handbolti

Berlínarrefirnir á lífi í titilbaráttunni eftir sigur á toppliðinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjarki Már Elísson og félagar enn í séns
Bjarki Már Elísson og félagar enn í séns vísir/getty

Fuchse Berlin fékk topplið Rhein-Neckar Löwen í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í dag en þrjú stig skildu liðin að í 1. og 3.sæti deildarinnar þegar kom að leiknum í dag.

Leikurinn var jafn framan af en heimamenn fóru með eins marks forystu í leikhlé, 12-11. Í síðari hálfleik voru Berlínarrefirnir miklu öflugri og unnu að lokum öruggan sex marka sigur, 29-23.

Bjarki Már Elísson komst ekki á blað í leiknum en Alexander Petterson og Guðjón Valur Sigurðsson gerðu sitt markið hvor fyrir Löwen.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.