Lífið

Sarah Jessica Parker elskar íslenskt kókoshnetuskyr

Benedikt Bóas skrifar
Leikkonan stórkostlega Sarah Jessica Parker er mikill aðdáandi íslenska alvöru skyrsins og vill engar eftirlíkingar.
Leikkonan stórkostlega Sarah Jessica Parker er mikill aðdáandi íslenska alvöru skyrsins og vill engar eftirlíkingar. Vísir/Afp

„Þetta verður allt búið á mánudag. Ég sé persónulega um skyrið með kókoshnetu bragðinu,“ segir leikkonan Sarah Jessica Parker á Instagram síðu sinni en þar deilir hún mynd af troðfullum ísskáp þeirra hjóna, Matthew Broderick sem einnig er þekktur leikari í Hollywood, af íslensku skyri.

Hjónakornin höfðu fyllt ísskápinn af skyri sem framleitt er í Bandaríkjunum en gert af ameríku armi MS, Icelandic Provisions og var framleitt á Selfossi þar til í fyrra. „Við vissum að hún væri mikill aðdáandi og að deila svona mynd skiptir auðvitað heilmiklu máli,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS. Ari bendir á að þó Sarah Jessica sé væntanlega stærsta stjarnan til að hæla vörunni þá séu fleiri þekktir einstaklingar ytra búnir að gera slíkt hið sama.

Enda gengur salan vel. Meira að segja mjög vel. „Þetta er sú vara sem er í hvað örustum vexti um þessar mundir og mælist söluaukningin í hundruðum prósenta. Síðasta ár hefur salan aukist um hartnær 400 prósent,“ segir Ari.

Alls eru níu bragðtegundir í boði vestanhafs og skilur Ari vel í Söru Jessicu að vera ánægð með kókoshnetubragðið. Hann er sjálfur á þeim vagni. „Kókoshnetubragðið er ein af nýjustu bragðtegundum. Það er í uppáhaldi hjá mér líka.“

Skyrið sem framleitt er undir þessu merki er íslensk uppskrift og er örlítið breytt frá hinni aldagömlu hefð sem við Íslendingar höfumborðað í rúm þúsund ár. „Það var alltaf meiningin að þegar umfangið næði ákveðnu stigi þá myndi framleiðslan flytjast frá Selfossi og vestur um haf. Nú hefur það gerst enda um 5.000 búðir komnar með þetta skyr í sínar verslanir og fjölgar ört. Þannig það er gott hljóð í okkur,“ segir forstjórinn ánægður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.