Lífið

Sjáðu baksviðs í atriði Moldavíu: Smáatriðin og tímasetningar skipta öllu máli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lagið fékk 209 stig á lokakvöldinu og vakti nokkuð mikla lukku.
Lagið fékk 209 stig á lokakvöldinu og vakti nokkuð mikla lukku.
PoppsveitinDoReDoS frá Moldavíu tók flutti lagið My Lucky Day á úrslitakvöldinu í Eurovision í Lissabon.

Atriðið vakti mikla athygli í keppninni og var það mikil til vegna sviðsetningarinnar. Atriðið er mjög nákvæmlega skipulagt og leikur leikmyndin aðalhlutverk í laginu, sem er eftir Philipp Kirkorov sem er fastagestur í Eurovision.

DoReDoS er poppsveit í heimalandinu sem var stofnuð árið 2011 og er nafnið tilvísun í raddsviðin í söng. Marina Djundiet, Eugeniu Andrianov og Sergiu Mîța mynda sveitina.

Eins og áður segir var atriði hárnákvæmt og skipta tímasetningar gríðarlega miklu máli. Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig hlutirnir gerast baksviðs hjá DoReDoS hópnum og einnig atriðið sjálft frá því á laugardagskvöldinu.

Hér má sjá lagið sjálft og atriðið í heild sinni en Moldavía hafnaði í 10. sæti í keppninni og fékk lagið 209 stig. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×