Fulham í úrslit

Anton Ingi LEifsson skrifar
Leikmenn Fulham fagna í kvöld.
Leikmenn Fulham fagna í kvöld. vísir/getty

Fulham snéri við taflinu gegn Derby í síðari undanúrslitaleiknum í umspili ensku B-deildarinnar en barist er um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Derby var með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn en Ryan Sessegnon kom Fulham í 1-0 í kvöld á 47. mínútu og jafnaði þar með metin í 1-1.

Það var svo Denis Odoi sem skoraði markið sem skaut Fulham í úrslitaleikinn á 66. mínútu en títtnefndur Sessegnon lagði upp markið. 2-0 sigur og samanlagt 2-1.

Liðið er komið í úrslitaleikinn og þar mæta þeir annað hvort Aston Villa eða Middlesbrough en Aston Villa vann fyrri leikinn 1-0.

Sigurvegarinn úr þeirri rimmu fer upp í úrvalsdeildina ásamt Wolves og Cardiff.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.