Enski boltinn

Stjórar Arons og Jóhanns tilnefndir til þjálfara ársins á Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neil Warnock fagnar með eiganda Cardiff.
Neil Warnock fagnar með eiganda Cardiff. vísir/getty

Sex þjálfarar eru tilnefndir til þjálfara ársins í fjórum efstu deildunum á Englandi þar á meðal stjóri Arons Einars Gunnarsson hjá Cardiff, Neil Warnock og stjóri Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, Sean Dyche.

Verðlaunin bera nafnið LMA en þetta eru sameiginleg verðlaun hjá fjórum efstu deildunum í Englandi þar sem atvinnumannabolti er spilaður.

Allir þjálfarar í deildunum fjórum kjósa en Neil Warnock er meðal þeirra sem eru tilnefndir. Hann stýrði Aroni Einar og félögum upp í ensku úrvalsdeildina.

Sean Dyche kom Burnley í Evrópusæti sem er ótrúlegt afrek. Liðið spilaði afar vel á tímabilinu og endaði í sjöunda sætinu sem er ótrúlegur árangur.

Aðrir sem eru tilnefndir til verðlaunana er þjálfari Englandsmeistara Man. City, Pep Guardiola, Nuno Santos sem stýrði Wolves upp í úrvalsdeildina, Jurgen Klopp og John Coleman, stjóri Accrington Stanley.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.