Enski boltinn

Pochettino á radar Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pochettino er eftirsóttur og Spurs þarf að halda vel á spilunum.
Pochettino er eftirsóttur og Spurs þarf að halda vel á spilunum. vísir/getty
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá eru forráðamenn Chelsea að íhuga að reyna að stela stjóra Tottenham, Mauricio Pochettino.

Fastlega er búist við því að Antonio Conte yfirgefi Chelsea í sumar en hann á eftir að stýra Chelsea í bikarúrslitaleiknum gegn Man. Utd.

Chelsea mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni næsta vetur og Conte gæti því farið ári eftir að hann stýrði Chelsea til sigurs í ensku úrvalsdeildinni.

Pochettino hefur verið að gera frábæra hluti með Tottenham en í gær greindi hann frá því að fram undan væru viðræður við stjórnarformann Spurs um hvernig félagið ætti að vinna næstu árin. Gangi þær viðræður ekki nægilega vel gæti stjórinn hugsað sér til hreyfings.

Komi til þess þá má búast við því að Chelsea bíði á kantinum með freistandi tilboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×