Körfubolti

Hótaði að drepa yfirmann NBA-deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adam Silver.
Adam Silver. vísir/getty
Maður í New York hefur verið handtekinn en hann hótaði að drepa Adam Silver, yfirmann NBA-deildarinnar, ef hann fengi ekki að spila í deildinni.

Hótunin barst Silver í tölvupósti fyrir tíu mánuðum síðan en það er fyrst núna sem maðurinn er handtekinn fyrir hótunina.

„Ef þú leyfir mér ekki að spila þá kem ég til þín og skýt þig með byssunni minni,“ skrifaði David Pyant, 27 ára gamall, í tölvupóstinum til Silver.

Pyant hefur verið handtekinn þrettán sinnum og setið í steininum vegna ráns. Hann hefur nú verið settur í nálgunarbann og má ekki koma nálægt Silver næstu árin.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×