Enski boltinn

Everton losar sig við Allardyce í vikunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stóri Sam vill ólmur halda áfram að þjálfa Everton. Hann fær það þó líklega ekki
Stóri Sam vill ólmur halda áfram að þjálfa Everton. Hann fær það þó líklega ekki Vísir/Getty

Everton mun leysa Sam Allardyce frá störfum í vikunni og fyrrum stjóri Watford, Marco Silva, mun taka við starfi hans. Þessu heldur breska blaðið Guardian fram.

Mikil óánægja ríkir meðal stuðningsmanna Everton með Allardyce og mun hann setjast niður með Farhad Moshiri, eiganda Everton, í vikunni og ræða framtíðina. Brotthvarf Allardyce verður svo tilkynnt fyrir vikulok samkvæmt heimildum Guardian.

Þegar Everton réði Allardyce í nóvember skrifaði hann undir 18 mánaða samning. Hann skilaði liðinu úr fallbaráttu og upp í áttunda sæti deildarinnar en það er ekki nóg til þess að halda honum í starfi vegna þess hve óánægðir stuðningsmennirnir eru með leikstíl hans.

Silva, sem var rekinn frá Watford í janúar, var efstur á lista Everton eftir brotthvarf Ronald Koeman í október og hann er þar enn í dag. Munurinn er hins vegar að nú er hann á lausu öfugt við fyrr í vetur þegar allt lék í lyndi í Watford.

Hins vegar á Silva í lagadeilu við Watford og gæti því reynst langdregið fyrir Everton að ganga frá ráðningu hans.

Þá mun stjórn Everton einnig ræða við forráðamenn Wayne Rooney varðandi framtíð hans, en fréttir síðustu daga segja hann vilja fara til Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Messan: Enginn í Liverpool borg vill halda Allardyce

Sam Allardyce er ekki vinsælasti maður Liverpool borgar og stuðningsmönnum Everton líkar ekkert sérstaklega vel við stjórann sinn. Hjörvar Hafliðason sagðist ekki eiga von á að Allardyce nái öðru tímabili með félaginu.

Stóri Sam kveðst ekki geta gert betur

Óvíst er um framtíð Sam Allardyce hjá Everton en hann er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins þrátt fyrir að hafa staðið sig vel að eigin sögn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.