Lífið

Í hjólastól eftir voðaverkin í Manchester en heillaði alla í Britain´s Got Talent

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórkostleg áheyrnarprufa.
Stórkostleg áheyrnarprufa.
Hollie Booth mætti ásamt vinkonum sínum í áheyrnarprufu í Britain´s Got Talent á dögunum.

Saga hennar er heldur betur mögnuð en hún var á tónleikum Arina Grande í Manchester þegar 22 létu lífið og tugir særðust í sjálfsvígssprengjuárás Salman Abedi þann 22. maí á síðasta ári.

Booth er enn að glíma við mjög alvarleg meiðsli á fæti eftir sprenginguna og missti hún frænku sína á tónleikunum. Booth hlaut varanlegan taugaskapa á vinstri fæti á tónleikunum og hefur hún farið í ellefu aðgerðir eftir árásina.

Boot er sem stendur bundin hjólastól en flutti frábært dansatriði með hópnum og báru tilfinningarnar þær ofurliði þegar atriðinu var lokið.

Hópurinn flaug í gegn í BGT og áttu dómararnir í vandræðum með eigin tilfinningar þegar þeir gáfu hópnum umsögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×