Skoðun

Stjórnarfundur í Hörpu

Bjarni Jónsson skrifar
Rigningardag í april er haldin stjórnarfundur í Hörpu. Mættir eru allir stjórnarmenn, auk forstjóra. Aðeins eitt mál er á dagskrá: Hækkun launa forstjóra og stjórnarmanna. Stjórnarformaður setur fundinn og gefur orðið laust. Eftir vandræðalega þögn tekur einn stjórnarmaður til máls, miðaldra karlmaður sem alla sín tíð hefur unnið hjá ríkinu eins og flestir kollegar hans í stjórninni:

Er ekki sanngjarnt að laun forstjóra hækki um svona 20% og laun okkar stjórnarmanna um 10%. Sýnist það vera í takt við það sem almennt er að gerast hjá opinberum stofnunum.

Allir fundarmenn kinka kolli. Einn stjórnarmaður hefur þó efasemdir og segir með semingi:

Árið 2017 drógust tekjur Hörpu saman um 120 milljónir frá 2016 og voru 1.160 milljónir. Tap af rekstri, án framlaga frá ríki og borg var 2.200 milljónir. Getum við ekki dregið eitthvað úr launakostnaði sem var 550 milljónir, á móti þessum launahækkunum til okkar?

Til máls tekur forstjórinn: Ég sé nú ekki hvernig við getum skorið niður í yfirstjórn. Við erum nú bara 37 á skrifstofunni, það er ég, forstjóri, aðstoðarfostjóri, 2 framkvæmdastjórar, fjármálastjóri, regluvörður,2 viðskiptastjórar, 7 verkefnastjórar, skipulagsstjóri, sviðsstóri, markaðsstjóri, dagskrárstjóri, miðasölustjóri, aðstoðar miðasölustjóri, sölustjóri ráðstefnusviðs, fasteignastjóri, umsjónamaður fasteigna, verkefnastjóri fasteigna, tæknistjóri, aðalbókari, gjaldkeri,umsjónarmaður, tæknimaður og reyndar einnig 2 sviðsmenn. Ég sé ekki að hægt sé að draga saman á skrifstofunni án þess að öll vinnan lendi á mér.

Stjórnarmaðurinn: Hvað með fókið á gólfinu?

Forstjórinn: Góð ábending, það eru 35 þjónustufulltrúar á gólfinu sem við getum lækkað launin hjá.

Stjórnarformaðurinn: Gott og vel. Við hækkum laun forstjóra um 20%, ég legg til við aðalfund að laun stjórnarmanna verði hækkuð um 10%, og forstjóra er falið að lækka laun þjónustufulltrúa til að sýna aðhald og ábyrga stjórnun.

Forstjórinn: Ég boða þá fund með þjónustufulltrúum og útskýri málið. Þeir hljóta að hafa skilning á að við þurfum að sýna ráðdeild í rekstri.

 




Skoðun

Sjá meira


×