Lífið

Ari Ólafs birtir myndasyrpu af sér sofandi út um allt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari getur sofið allstaðar.
Ari getur sofið allstaðar.
Söngvarinn Ari Ólafsson er kominn heim til Íslands þar sem hann slakar á eftir erfiðar undanfarnar vikur í Lissabon þar sem hann tók þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision.

Ari flutti lagið Our Choice á fyrra undanúrslitakvöldinu í Altice-höllinni í Lissabon og komst ekki áfram í úrslita. Davíð Lúther Sigurðarson var fjölmiðlafulltrúi Ara í öllu Eurovision-ferlinu í Portúgal og náði hann fullt af myndum af þessum 19 ára söngvara að leggja sig í mismunandi aðstæðum. 

Hér að neðan má sjá þessa skemmtilegu  myndasyrpu sem Ari birtir sjálfur en ýta þarf á taka hægra megin á myndinni til að færast yfir á þá næstu.


Tengdar fréttir

Segir að huga megi betur að sviðsetningunni

Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins.

Leikstjóri íslenska Eurovision-atriðisins hefði ekki breytt neinu

Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri íslenska atriðisins í Eurovision, segir að eftir á að hyggja hefði hann ekki breytt neinu hvað varðar sviðsetningu á atriðinu í keppninni, allt hafi farið eins og áætlað var og engu hafi þurft að sleppa. Hann segir íslenska hópinn jafnramt ekki hafa látið gagnrýnisraddir á sig fá eftir slæmt gengi á undankvöldi keppninnar síðastliðinn þriðjudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×