Handbolti

Melsungen vill fá Alfreð í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð gæti söðlað um í sumar.
Alfreð gæti söðlað um í sumar. vísir/getty

Sky í Þýskalandi greinir frá því í dag að forráðamenn þýska úrvalsdeildarliðsins Melsungen séu að reyna að lokka Alfreð Gíslason til sín í sumar.

Alfreð á eitt ár eftir af samningi sínum sem þjálfari Kiel og hefur því þegar verið lýst yfir að hann hætti með liðið eftir ár.

Filip Jicha mun taka við starfinu af Alfreð og eftir frekar erfitt ár hjá Kiel vilja sumir að Alfreð hætti strax í sumar. Jicha á að vera við hlið hans næsta vetur áður en hann tekur við.

Melsungen vill því skoða möguleikann á því hvort hægt sé að fá Alfreð strax í sumar og hvort þjálfarinn hafi yfir höfuð áhuga á að koma. Samkvæmt heimildum Sky hefur félagið þegar rætt við Alfreð.

Melsungen er í sjöunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en Kiel er aldrei þessu vant aðeins í fimmta sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.